Lenti í lífsátökum í Ártúnsbrekkunni!!!!

Nú er mér nóg boðið, ég var á leiðinni heim úr vinnunni í dag. Hvað haldiði að hafi gerst!! Þar sem ég er nú engin stórefnamanneskja var ég að keyra á Kia Rio smábílnum mínum í dag með börnin mín þegar risa flutningabíll byrjar að flauta óheyrilega á mig. Mér brá svo mikið að ég setti bílinn í botn upp brekkuna frá þessum ófögnuði og var kominn í 70 kílómetrahraða þegar annar flutningabíll byrjar líka að flauta. Mér varð svo um að ég stoppaði úti í kanti við skurðinn í Ártúnsfrekkunni. Þá byrjuðu skindilega allir í fluttningabílstjórarnir að flauta á mig, þvílík annað eins ótillytsleysi hef ég aldrei vitað um.

Hvað gengur trukkabílstjórum Íslands til með þessum harðnaglaakstri ? !!!!!!

ÞAÐ ER KOMIN TÍMI TIL AÐ LÖGGAN GERI SKURK Í AÐ SIÐA ÞESSA MENN TIL !!!!!!!!!


mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, Sigríður... væri nú ekki spurning um að opna aðeins hugan og hugsa aðeins út fyrir sjálfið!! 

Ef þú hefur eitthvað fylgst með fréttum í dag, þá kemur skýrt fram að þarna voru flutningabílstjórar að mótmæla háu olíuverði!  Og þar sem þú tekur nú skýrt fram að þú sért engin stórefnamanneskja, þá held ég að þú ættir nú að sýna þessu máli skilning.  Einnig er ég alveg 110% viss um að þessi "risa" flutningabílar hafa ekki verið að flauta á ÞIG persónulega. Heldur meira til að vekja athygli á því sem var í gangi.

Mér finnst það ekki rétt hjá þér að ætla að fara að tala um ÞESSA MENN og láta SIÐA ÞÁ TIL.... þetta eru jú mennirnir og konunar sem koma vörunum sem þú verslar í búðina... þeir koma með búslóðagáminn þinn heim að dyrum þegar þú flytur, þeir keyra mölina í gruninn á húsinu þínu, þeir flytja fiskinn sem er á kvöldmatarborðinu, þetta er ein af lífæðum landsins!  

Þarna er einfaldlega hópur manna sem tekur sig saman um að þrýsta á úrbætur í m.a. olíu málum!  og þetta snertir okkur öll!!  Þannig að ég ráðlegg þér eindregið að horfa á málið í heild, en ekki dæma þetta fólk sem nýðinga og harðnagla!!!

með vinsemd og virðingu.  

Olli 

Ólafur Þór (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:14

2 identicon

þetta er bara frábært hja þessu atvinnubílstjórum.þetta er bara þeirra vinna.það kostar að fylla á þessa stóru bíla og líka jeppa.það mætti mótmæla meira svona.stoppa trukkana.drepa á trukkunum.læsa bílunum og fara

grafa (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:18

3 identicon

Veistu guðég skil þig svo vel, ég hefði sjálf fengið sjokk ef ég hefði verið þarna á ferðinni og einhverjir vörubílakallar hefðu flautað á mig.

En verð að segja að það hafa oft flutningabílstjórar flautað á mig.

Guðrún (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:35

4 identicon

Ég hefði kannski ekki flautað en hefði ekki viljað þurfa að keyra á eftir þér miðað við hraðalýsingarnar. Þarna er 80km hámarkshraði, það var ekkert að færð í dag en þú talar um að þú hafir gefið allt í botn og svo að skilja að þú hafir náð allt að 70 km hraða. Mætti halda að þú hafir verið með flutningabílstjórunum í ráðum í að tefja umferð

Jón Örn (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Aron Smári

Vá, þú hljómar eins og versta ameríska dramadrottning sem heldur að allir séu á móti þér persónulega.. Þótt menn flauti eru þeir alls ekkert endilega að flauta á þig persónulega og ef bíl druslan þín kemst ekki hraðar en 70km skaltu henda helvítis druslunni strax, þetta er enginn performance á bílnum þínum sem nútíma umferð og ökutæki þurfa á að halda, þ.e.a.s. ef þú ert virkilega að segja satt að bíl druslan þín komist ekki hraðar og þess vegna hafir þú lent í þessum svakalega "lífsháska"... og ef ekki, ef bíl druslan þín kemst virkilega hraðar en 70km þá eru þín orð ekki marktækari en prumpið sem kemur útúr rassgatinu á mér...

Aron Smári, 28.3.2008 kl. 02:39

6 identicon

Mikið ertu þroskaður Aron, ég held að þér færi betur að gagnrýna fólk málefnalega í stað þess að vera með svona dónaskap.

Addi (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 03:43

7 identicon

Kannski næst þá sjá bílstjórar sér fært að loka af útkeyrslu við Alþingi? Við hin erum í sömu aðstöðu og þið, þannig séð, og ég er öll að vilja gerð að styðja þá sem hafa það að atvinnu að keyra (ekki öfunda ég ykkur hið minnsta og velti því oft fyrir mér hvernig þið meikið þessa vinnu í þessari umferðarmenningu, en það er annað mál). En mér fannst aðgerðirnar koma svolítið illa út því hún kom mörgum í vont skap þar sem að flestir sem að eru á ferðinni eru á leiðinni eitthvað, og helst í flýti. Væri ekki nær að láta ráðafólk þjóðarinnar finna fyrir þessu? Segi samt, styð þetta 100%. Ég nota þessa þjónustu sjálf með reglulegu millibili og finnst hart að atvinnubílstjórum vegið. Knús.

Linda (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Jónsdóttir

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband